Mjög þétt smáskjálftavirkni

Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Fagradalsfjall á Reykjanesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mjög þétt smáskjálftavirkni hófst um klukkan kortér í sjö í kvöld við Fagradalsfjall. Þetta sýnir skjálftarit mælis við Krýsuvík.

Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands staðfestir þetta, spurð hvort um eiginlegan óróa sé að ræða.

„Það er ekki rétt að segja að þetta sé órói, þetta er mjög þétt smáskjálftavirkni og nú þurfum við aðeins að sjá hvernig þetta þróast. Þetta eru ekki eins sterk merki og við sáum í nótt. En kvikan er á einhverri hreyfingu þarna,“ segir Elísabet í samtali við mbl.is.

Fylgst verður áfram með hreyfingum, GPS-mælingum og vefmyndavélum. „Við sáum engin merki þar núna,“ segir Elísabet.

Samfara þessari virkni hafa nokkrir skjálftar mælst um og yfir 3,0 að stærð, sá stærsti kl. 19.49. Sá var 3,3 að stærð og hafa tilkynningar borist frá Grindavík um að hann hafi fundist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert