Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands segir að eldsuppkomunæmi hafi verið endurmetið í morgun og komi það fram á meðfylgjandi mynd. Nú er næmið alfarið við Fagradalsfjall og umhverfi.
„Aðeins farið að færa sig norður á bóginn. Punktur miðja vegu til Keilis. Við munum birta útreikninga á helstu leiðum hrauna út frá þessari greiningu um leið og þeir eru tilbúnir. Svæðin við Eldvörp, Sýlingafell og Móhálsadal eru dottin út,“ segir í færslu sem hópurinn birti á Facebook.
20210309 10:30 Sæl öll, Eldsuppkomunæmi var endurmetið í morgun og kemur fram á myndinni með þessum pósti. Nú er næmið...
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Þriðjudagur, 9. mars 2021