Skjálfti reið yfir Reykjanesskagann og suðvesturhorn landsins klukkan 21.38.
Átti hann upptök sín undir Fagradalsfjalli.
Mældist hann 3,5 að stærð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Fannst hann í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu.
Mjög þétt smáskjálftavirkni hófst um klukkan kortér í sjö í kvöld við Fagradalsfjall. Enn hefur þó ekki mælst gosórói undir fjallinu.