Snarpur skjálfti reið yfir Reykjanesskagann og suðvesturhornið rétt í þessu. Hann fannst meðal annars á Selfossi og vestur í Búðardal.
Annar skjálfti reið yfir skömmu síðar sem fannst einnig vel.
Fyrri skjálftinn var 4,0 að stærð og átti hann upptök sín 1,9 km suðsuðaustur af Fagradalsfjalli. Sá síðari mældist 3,7 að stærð og átti upptök sín á svipuðum slóðum, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar.