Nú er orðið ljóst að tveir frambjóðendur munu sækjast eftir embætti formanns BHM á aðalfundi bandalagsins, sem haldinn verður 27. maí næstkomandi.
Frestur til að skila inn framboðum til formennsku í BHM rann út 25. febrúar og gefa tvö kost á sér í embætti formanns BHM, þau Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN).
Eins og fram hefur komið gefur Þórunn Sveinbjarnardóttir sem verið hefur formaður BHM undanfarin sex ár ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.