Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mann í áframhaldandi gæsluvarðhald í viku, eða til miðvikudagsins 17. mars, vegna rannsóknar lögreglu á manndrápi í Rauðagerði um miðjan febrúar.
Lögregla hafði krafist úrskurðarins á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.