Brotist inn í hús í Hafnarfirði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Tilkynnt var um innbrot í húsnæði í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag þar sem fatnaði og raftækjum hafði verið stolið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var tilkynnt um tjón á bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Í ljós kom að gler hafði fallið á bifreiðina. Ekki er grunur um að um skemmdarverk sé að ræða.

Tilkynningin barst lögreglu klukkan 15.47 en athygli vekur að skömmu áður eða um klukkan 15 reið yfir Reykjanesskaga jarðskjálfti af stærð 4,3, hvers upptök voru 2,3 km suð-suðaustur af Fagradalsfjalli. Fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert