Fleiri skjálftar en allt síðasta ár

Fram kemur að ekki er búið að fara yfir staðsetningar …
Fram kemur að ekki er búið að fara yfir staðsetningar allra skjálftanna. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag fór heildarfjöldi skjálfta yfir 34.000 í þeirri hrinu sem hófst á Reykjanesskaga fyrir um tveimur vikum. Þetta eru fleiri skjálftar en mældust á svæðinu allt árið 2020 sem þó einkenndist af óvenju mikilli skjálftavirkni.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands.

Til samanburðar mældust um 3.400 skjálftar árið 2019 á Reykjanesskaganum og ef horft er aftur til áranna 2009-2014 er fjöldi skjálfta á bilinu 1.000-3.000 á ári.

Gossvæði fjarri byggð

Ný hraun­flæðispá vís­inda­manna við Há­skóla Íslands ger­ir ráð fyrir því að það gjósi einhvers staðar á gulmerktu svæði á myndinni hér að neðan, ef gýs.

Kort/​​Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Íslands

Greiningin gerir ekki ráð fyrir fastri staðsetningu. Hraun mun mögulega ná að Suðurstrandarvegi en gossvæði eru fjarri byggð.

Ný hraunflæðisgreining, komi til eldgoss.
Ný hraunflæðisgreining, komi til eldgoss. Kort/​​Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert