Í viðbragðsstöðu á öllum vígstöðvum

Starfsfólk Landsnets að störfum.
Starfsfólk Landsnets að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagurinn í dag býður okkur upp á þrjár viðbragðsáætlanir, veður, veiru og vá,“ segir í færslu Landsnets á Facebook. Landsnet varar við yfirvofandi stormi norðvestantil á landinu með hættu á seltu, ísingu og samslætti á línum á Vestfjarðarkjálkanum, í Dölum og við Húnaflóa. Veðrið gengur yfir um miðjan dag á morgun. 

Í færslunni kemur fram að fyrirtækið hafi verið meira og minna á neyðar- eða hættustigi með starfsemi sína síðan í desember 2019. 

„Það er nóg að gera hjá okkur og okkar fólk í viðbragðsstöðu á öllum vígstöðvum,“ segir í færslunni.

„Á sama tíma erum við í viðbragðsstöðu vegna jarðhræringa á Reykjanesinu með Almannavörnum og Veðurstofunni og að vinna eftir áætlunum með okkar hóp vegna Covid-19. Við erum á vaktinni og hvetjum ykkur til að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum, á vefnum og í appinu þar sem allar tilkynningar um truflanir birtast.“

Við hjá Landsneti höfum verið meira og minna á neyðar- eða hættustigi með starfsemina okkar síðan í desember 2019....

Posted by Landsnet on Miðvikudagur, 10. mars 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert