Komust undan í Smáralind

Tilkynnt var um fjóra þjófnaði í dag.
Tilkynnt var um fjóra þjófnaði í dag. mbl.is/Sigurður Unnar

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Smáralind upp úr klukkan 13 í dag. Þjófarnir komust undan og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Málið var eitt fjögurra þjófnaðarmála sem tilkynnt voru lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í hverfi 108 um hádegi í dag og upp úr klukkan 14 í hverfi 104. Í báðum tilvikum var skýrsla rituð á vettvangi.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Hafnarfirði um hádegisbil í dag. Var þjófurinn staðinn að verki með vörur að andvirði 45.918 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert