Nú í morgunsárið er djúp lægð, 958 mb, stödd milli Íslands og Færeyja. Lægðin nálgast okkur enn frekar í dag og veldur hvassri norðanátt á landinu ásamt ofankomu sem einkum verður bundin við norðurhelming landsins.
„Önnur djúp lægð er nú langt suður í hafi, en sú er á leið til norðurs og verður komin fyrir austan land á morgun og viðheldur þar lágum þrýstingi og stífri norðanátt á landinu fram á helgi.
Í dag og á morgun má sem sagt búast við stormi í vindstrengjum á norðvestan- og vestanverðu landinu, en minni veðurhæð austan til. Einnig er útlit fyrir talsverða ofankomu á norðurhelmingi landsins og viðbúið að færð spillist á fjallvegum og jafnvel víðar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Gular viðvaranir tóku gildi klukkan sex í morgun og gilda til miðnættis.
Faxaflói: „Hvassviðri eða stormur og jafnvel staðbundið rok og hríð á Snæfellsnesi. Snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt fyrir bíla sem taka á sig mikinn vind.
Breiðafjörður: „Hvassviðri eða stormur og snjókoma eða skafrenningur. Versnandi akstursskilyrði og blint, einkum á fjallvegum.“
Vestfirðir: „Hvassviðri eða stormur og snjókoma eða skafrenningur. Versnandi akstursskilyrði og blint, einkum á fjallvegum.“
Strandir og Norðurland vestra: „Hvassviðri eða stormur og snjókoma eða skafrenningur. Versnandi akstursskilyrði og blint, einkum á fjallvegum.“
Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en 15-23 með deginum um landið norðvestan- og vestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu.
Hiti kringum frostmark en hiti að 5 stigum með suður- og austurströndinni.
Norðan 5-13 á morgun um landið austanvert en 15-25 vestan til, hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða snjókoma á Norður- og Austurlandi og hiti kringum frostmark. Stórhríð á Vestfjörðum og vægt frost. Þurrt að kalla sunnanlands og hiti að 5 stigum.
Á fimmtudag:
Norðan 5-13 m/s um landið austanvert, en 15-25 vestan til, hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða snjókoma á Norður- og Austurlandi og hiti kringum frostmark. Stórhríð á Vestfjörðum og vægt frost. Þurrt að kalla sunnanlands og hiti að 5 stigum.
Á föstudag:
Norðan 10-18 og snjókoma norðan- og austanlands en þurrt sunnan heiða. Vægt frost, en frostlaust sunnanlands yfir daginn.
Á laugardag:
Norðan 8-15 og lítils háttar él, en léttskýjað á sunnanverðu landinu. Frost 1 til 7 stig.
Á sunnudag:
Norðlæg og austlæg átt 3-10. Skýjað með köflum og úrkomulaust að kalla. Áfram kalt í veðri.
Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp með slyddu eða rigningu síðdegis á sunnan- og vestanverðu landinu. Bjartviðri fyrir norðan og austan. Hlýnandi veður.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt með vætu, en þurrt austanlands. Hiti 2 til 7 stig.