Helgi Bjarnason
Tvö einkafyrirtæki lýstu áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar þegar Sjúkratryggingar Íslands auglýstu reksturinn. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ, skv. upplýsingum Sjúkratrygginga.
Heilsuvernd er einkarekið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum. Það rekur heilsugæslustöðina í Urðarhvarfi og fleira.
Auk Akureyrarbæjar sögðu Vestmannaeyjabær, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð upp samningum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila. Enginn sýndi áhuga á að taka við rekstrinum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum og ákvað ríkið að færa hann undir heilbrigðisstofnanir ríkisins á viðkomandi svæðum, og Vigdísarholt tók við rekstrinum í Vestmannaeyjum.