Rannsókn á andlátinu nánast lokið

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglu á andláti sem varð í Sundhöll Reykjavíkur í janúar er nánast lokið en beðið er endanlegrar niðurstöðu úr krufningarskýrslu.

Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.

Maðurinn sem lést í Sundhöllinni hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann starfaði í geðþjón­ustu og var með geðfötluðum skjól­stæðingi sín­um í laug­inni, eins og hann var jafn­an dag­lega.

Búið er að yfirheyra alla sem komu að málinu og Guðmundur segir að búið sé að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélum en tæknideild hef­ur unnið að mál­inu með rann­sókn­ar­deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka