Stór skjálfti kl. 3:14

Kvikugangurinn er á milli Fagradalsfjalls og Keilis.
Kvikugangurinn er á milli Fagradalsfjalls og Keilis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálfti af stærðinni 5,1 reið yfir kl. 3:14 í nótt, samkvæmt staðfestum tölum frá Veðurstofunni. Skjálftinn varð 2,4 km SSV af Fagradalsfjalli og er sá stærsti sem mælst hefur á landinu síðustu 48 klst. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðvesturhorninu öllu samkvæmt Veðurstofunni. 

Töluverð skjálftavirkni hefur verið frá miðnætti og hafa 14 skjálftar mælst 3,0 eða stærri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert