Þrír fá fimm milljónir hver

Happdrætti Háskóla Íslands er til styrktar Háskóla Íslands.
Happdrætti Háskóla Íslands er til styrktar Háskóla Íslands. mbl.is

Þrír miðaeigendur unnu fimm milljónir króna hver í aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands sem fór fram í kvöld.  

Fimm vinningshafar hlutu eina milljón króna hver og sextán fengu hálfa milljón króna í sinn hlut. 

Alls skipta 3.317 vinningshafar með sér tæpum 117 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá happdrættinu.

Milljónaveltan gekk ekki út og verða 30 milljónir í pottinum í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert