Tollverðir gagnrýna vinnutímabreytingu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikil óánægja er meðal tollvarða tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli vegna áhrifa af fyrirhugaðri kerfisbreytingu í kjarasamningi BSRB á vinnutíma og kjör þeirra. „Kjaraskerðing verður hjá öllum vaktavinnustarfsmönnum tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir yfirlýsingar af hálfu samningsaðila þess efnis að vaktavinnufólk verði ekki fyrir launaskerðingu,“ segir í ályktun tollvarðanna.

Tollverðirnir hafa um áratugaskeið unnið tvískiptar vaktir á Keflavíkurflugvelli en breytingarnar sem fyrirhugaðar eru á vinnutíma þeirra fela m.a. í sér að teknar verði upp þrískiptar vaktir, sem þeir gagnrýna harðlega, segja þær ekki fjölskylduvænar og vinnufyrirkomulagið yrði skref aftur á bak.

Jens Guðbjörnsson, trúnaðarmaður tollvarða á Keflavíkurflugvelli, segir að kosið hafi verið um samninginn. Atkvæði hafi fallið að jöfnu og samningurinn því tekið gildi. Margir sem starfa í flugstöðinni séu í dagvinnu og þeir hafi fengið sína krónutöluhækkun en mikil óánægja sé meðal þeirra, sem ganga vaktir, með þær breytingar á vöktunum sem voru í pakkanum sem vaktavinnufólkið fékk. Þótt vaktir styttist séu breytingarnar engu að síður mjög óhagstæðar fyrir tollverði. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert