Kröftugir jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaga með einnar sekúndu millibili klukkan 15.00, samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar. Seinni skjálftinn varð um 4,6 kílómetra norðaustur af Grindavík og var 4,3 að stærð og hinn var í Fagradalsfjalli og var 2,9 að stærð.
Skjálftarnir fundust vel á öllu Reykjanesinu, sem og höfuðborgarsvæðinu.
Alls hafa tólf skjálftar mælst 3 eða stærri í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga frá því í hádeginu í dag.