Björgunarsveitir ræstar út og þjóðvegi 1 lokað

Björgunarsveitarbíll í slæmri færð. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarbíll í slæmri færð. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Björgunarsveitir hafa verið ræstar út vegna vonskuveðurs í Húnavatnssýslum. Ökumenn hafa lent í vandræðum í kringum afleggjarann að Hvammstanga á þjóðvegi 1.

Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi vestra í tilkynningu.

Bendir hún á að búið sé að loka þjóðvegi 1 fyrir sunnan Hvammstanga, fyrir umferð norður, og einnig við Blönduós fyrir umferð suður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert