„Við gerum ráð fyrir því í dag. Það eru allir hjá mér að vinna og við erum að gera allt klárt í að geta gefa út skilyrt markaðsleyfi fyrir þetta bóluefni í dag,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við mbl.is um bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen, sem er í eigu Johnson & Johnson.
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) veitti markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnisins í Evrópu í dag. Áður hafa þrjú bóluefni fengið markaðsleyfi í Evrópu og hér á landi, þ.e. bóluefni Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca-Oxford.
Bóluefni Janssen er öðruvísi en hin bóluefnið að því leyti að einungis þarf að gefa það í eitt skipti.