Fengu ekki bóluefni úr lotu sem tengist aukaverkun

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Landspítali hefur ekki fengið úthlutað bóluefni frá AstraZeneca úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun. Spítalinn hefur stöðvað bólusetningar með efninu sem áttu að fara fram í dag í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu bóluefni við blóðtappa.

Þetta kemur fram á vef spítalans.

Ekki er vitað hvort tengsl séu á milli blóðtappa og bólusetningar en stöðvunin er gerð í varúðarskyni.

Þeir starfsmenn sem hafa fengið boð í bólusetningu í dag munu fá SMS þess efnis að henni sé frestað tímabundið. Framhaldið verður tilkynnt á vef spítalans og samskiptamiðlinum Workplace.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert