Ferjan Baldur vélarvana á Breiðafiði

Breiðafjarðarferjan Baldur er vélvana á Breiðafirði sem stendur.
Breiðafjarðarferjan Baldur er vélvana á Breiðafirði sem stendur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði sem stendur. Á vef MarineTraffic má sjá að ferjuna rekur á hálfum hnúti og er hvergi nærri skeri né landi.

Að sögn farþega um borð bilaði túrbína í skipinu sem hefur einungis eina aðalvél. 28 manns eru um borð.

Einnig má sjá á vef MarineTraffic að Þórsnes SH og hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson stefna á ferjuna.

Uppfært: Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var varðskipið Þór og sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar kallaðar út. Um borð í Baldri eru 28 manns, 20 farþegar og átta manna áhöfn. Gert er ráð fyrir að Árni Friðriksson verði kominn að Baldri á fimmta tímanum og ferjan verði tekin í tog til Stykkishólms. 

Baldur varpaði akkerum fljótlega eftir að bilunarinnar varð vart til að hindra rek. Akkerin halda vel og vindátt er úr norðaustri, þannig að ef rek yrði á skipinu ræki það frá landi og grynningum.

Sjá má að Árni Friðriksson og Þórsnes SH stefna á …
Sjá má að Árni Friðriksson og Þórsnes SH stefna á ferjuna Baldur. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert