Hollenski dráttarbáturinn Phoenix stendur enn vaktina fyrir Faxaflóahafnir.
Hann var fenginn að láni frá hollensku skipasmíðastöðinni Damen í haust þegar sigla þurfti dráttarbátnum Magna til viðgerða í Rotterdam.
Nýsmíðinni Magna hafði nýlega verið siglt í höfn til Reykjavíkur þegar í ljós kom að miklir gallar voru á smíðinni. Upphaflega átti Phoenix aðeins að gegna þessu hlutverki fram í sl. desember.