Gömul húsgögn bæti sáttamiðlun

Bæta á umhverfi á skrifstofum ríkissáttasemjara. Fundarherbergi sem þetta gætu …
Bæta á umhverfi á skrifstofum ríkissáttasemjara. Fundarherbergi sem þetta gætu tekið breytingum með eldri íslenskum húsgögnum mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum fengið heilmikla svörun, bæði tölvupósta og símtöl. Nú erum við að ferðast um og sjá hvað fólk hefur að bjóða. Það er oft mikil saga á bak við húsgögnin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.

Embætti Aðalsteins auglýsti á dögunum eftir eldri íslenskum húsgögnum sem nýta á í bland við nýja íslenska hönnun á skrifstofu ríkissáttasemjara. Leitað er að sófum, stólum, sófaborðum, lömpum og fleiru fyrir sanngjarna greiðslu.

Aðalsteinn segir að ýmsar ástæður liggi þarna að baki. Unnið er að endurbótum á húsnæðinu sem margir vilja kalla Karphúsið en sjálfur kveðst Aðalsteinn í gríni hafa kallað það Gleðigarð. „Við viljum búa til umhverfi sem ýtir undir og skapar rétt andrúmsloft fyrir sáttamiðlun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að verið sé að innleiða græn skref í ríkisrekstri og þau hafi áhrif á það hvernig efniskaupum sé háttað.

„Hluti af þessu er að endurnýta fremur en að kaupa nýtt. Bæði verður huggulegt og heimilislegt að hafa gömul íslensk húsgögn í kringum sig og það minnir á atvinnusöguna,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert