Vefsvæði Já liggur niðri og hefur legið niðri í tæpa klukkustund hið minnsta. Ástæðan er ókunn á þessari stundu.
Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já, hafði ekki heyrt af málinu þegar mbl.is hafði fyrst samband rétt um hálfníu í kvöld.
Hún segir að tæknimenn vinni nú að því að koma vefnum aftur í loftið en ekki sé vitað hvað veldur biluninni.
Uppfært 22.31: Vefurinn virkar aftur sem skyldi en bilunin var hjá þjónustuaðila.