Holtavörðuheiði er enn lokuð vegna veðurs. Þar eru bílar stopp og langar raðir hafa myndast á heiðinni. Umferðarhlið hafa verið sett upp til að greiða úr flækjunni.
Hægt er að fara hjáleið um Bröttubrekku og Laxárdalshæð. Þetta kemur fram í færslu Vegagerðarinnar.
Þá er snjóþekja og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Sandskeiði og hálkublettir víða á svæðinu. Sömu sögu er að segja af vegum í Húnavatnssýslum þar sem skyggni er slæmt. Þungfært er um Vatnsnesveg.
Holtavörðuheiði: Lokað. Það eru bílar stopp og miklar raðir upp á heiði núna og þess vegna voru hliðin sett fyrir á meðan verið er að reyna að greiða úr þessu. Vonir standa til þess að geta opnað veginn aftur ef til tekst. Hægt er að fara hjáleið Bröttubr. og Laxárdalsh. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 11, 2021
Suðvesturland: Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum. og hálka á Sandsskeiði og hálkublettir víða á svæðinu. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 11, 2021
Norðurland: Snjóþekja og hálka er víða í Húnavatnssýslum og mjög svo slæmt skyggni. Þungfært er um Vatnsnesveg. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 11, 2021