Segir Jón Steinar hafa hleypt nauðgara sínum úr landi

Tobba Marinós ritstjóri DV.
Tobba Marinós ritstjóri DV. Ljósmynd/Styrmir Kári

Tobba Marinósdóttir ritstjóri DV segir farir sínar ekki sléttar við Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara, í aðsendri grein á Vísi í dag.

Segir hún nauðgara sinn ekki þurfa að sitja af sér dóm hér á landi þar sem Jón Steinar hafi ekki talið ástæðu til þess að maðurinn sætti farbanni örfáum dögum áður en dómur yfir honum yrði kveðinn upp.

Jóni Steinari Gunnlaugssyni hefur, eins og áður hefur verið greint frá, verið falið af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, að aðstoða við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu.

Ráðning hans til verkefnisins hefur verið harðlega gagnrýnd og bent hefur verið á ummæli hans og skrif gagnvart þolendum í kynferðisbrotamálum. 

Tobba tekur í sama streng í grein sinni á Vísi í dag.

„Dómgreindarbrestur dómsmálaráðherra í þessu máli er einnig undarlegur í meira lagi. Ekki síst þegar horft er til þess að Jón Steinar var fljótur að henda henni fyrir vagninn þegar fréttir fóru að berast af ráðningunni og spurningar vöknuðu um umfang verkefnis hans,“ skrifar Tobba í greininni.

Þá vísar hún í að Áslaug Arna hefur svarað gagnrýni á þann hátt að út­tekt Jóns Stein­ars sem hún bað hann um að inna af hendi feli ekki í sér sér­staka út­tekt á rann­sókn­um kyn­ferðisaf­brota. Öllu heldur að vinna að út­tekt á öðrum þátt­um er snúa að rétt­ar­kerf­inu, m.a. hvort við get­um lært af löng­um málsmeðferðar­tíma í efna­hags­brot­um.

Þetta kannaðist Jón Steinar ekki við þegar hann ræddi málið í viðtali í Bylgjunni í gær.

Jón Steinar og Ólafur Börkur (í óþökk Viðars [sem var þriðji hæstaréttardómarinn]) fella því farbannið úr gildi. Ólafur Börkur hafði þá áður með sératkvæði reynt að fá farbannið fellt úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr en Jón Steinar var fenginn að borðinu.

Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu.

Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan.“

Grein hennar ber yfirskriftina Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert