Sendiherra veðurtepptur á Siglufirði

Ófært er frá Siglufirði landleiðina. Mynd úr safni.
Ófært er frá Siglufirði landleiðina. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Ægisson

Vetrarfærð er enn í flestum landshlutum og eru gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið. Beðið er með mokstur víða norðanlands og á Vestfjörðum vegna veðurs og vegir þar því víða ófærir.

Á Norðurlandi er vegurinn um Þverárfjall ófær vegna veðurs og verður ekki skoðaður fyrr en í fyrramálið. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu þar sem hættustig er í gildi og sömu sögu má segja um Ólafsfjarðarmúla.

Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, er fastur á Siglufirði.
Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, er fastur á Siglufirði. mbl.is/Stella Andrea

Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, er fastur á Siglufirði vegna ófærðarinnar og fyrirhugaðri heimsókn hans til Akureyrar því aflýst, að því er fram kemur á facebook-síðu sendiráðsins.

Á Vestfjörðum er fært milli byggðarlaga á norðurfjörðunum, utan Súðavíkur, ágætisvetrarfæri á Suðurfjörðum en beðið er með mokstur til klukkan 16.00 á Ströndum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært um Klettsháls, Dynjandisheiði, Súðavíkurhlíð og Steingrímsfjarðarheiði.

Enn fremur er vegurinn um Bröttubrekku lokaður sem og Holtavörðuheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert