Útilokar ekki útboð á útburði bréfa

Tekjur póstsins hafa minnkað.
Tekjur póstsins hafa minnkað. mbl.is/Ernir

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, segir að tekist hafi að snúa tapi í hagnað með hagræðingu.

„Við gerum áætlanir fyrir árið og stýrum félaginu út frá hlutföllum; ef tekjurnar dragast saman leitum við allra leiða til að lækka kostnaðinn á móti. Þetta gerum við í hverjum einasta mánuði,“ segir Þórhildur Ólöf í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Allt inni í myndinni“

„Fram undan er enn frekari hagræðing. Þær aðgerðir verða erfiðar og sumpart er um að ræða aðgerðir sem við getum ekki farið í nema til komi aðstoð frá yfirvöldum.“

Spurð hvort til greina komi að útburður bréfa að 50 g verði boðinn út, svo að þeir sem eru í fjölpósti, eða bera út dagblöð, geti sinnt þessari þjónustu, segir hún yfirvalda að ákveða það. „Það er allt inni í myndinni. Við værum ekkert á verri stað ef þessi þjónusta væri boðin út og við gætum boðið í hana líka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert