970 milljónir til sauðfjár- og nautgripabænda

mbl.is/Hafþór

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lokið við útfærslu á ráðstöfun fjármuna til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum Covid-19 á íslenskan landbúnað.

Aðgerðin er liður í aðgerðaáætlun  í 12 liðum til að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar m.a. í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á greinina. Áætlunin var kynnt í ríkisstjórn 12. febrúar sl. og á opnum fundi þann 17. febrúar. 

Meðal aðgerða var aukinn stuðningur við bændur. Við afgreiðslu fjárlaga 2021 var samþykkt að verja 970 milljónum króna til að koma til móts við skaðleg áhrif Covid-19 á íslenska bændur. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við afgreiðslu málsins var miðað við að 75% fjármagnsins rynnu til sauðfjárbænda og 25% til kúabænda, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. 

Nú liggur fyrir útfærsla á dreifingu þessara fjármuna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert