Áframhaldandi virkni

Jarðskjálftahrina stendur yfir á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftahrina stendur yfir á Reykjanesskaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, er sama ástand á jarðhræringum og er búið að vera í allan dag og ómögulegt að spá um hvort von sé á stórum skjálftum á næstunni.

„Það er bara búin að vera áframhaldandi virkni, erum með hátt í 2.500 skjálfta í dag og alveg þó nokkrir yfir þremur að stærð,“ sagði Bryndís í samtali við mbl.is. Hún átti þó eftir að taka alveg saman skjálfta dagsins þegar samtalið átti sér stað.

Stærsti skjálfti dagsins var í morgun, rétt fyrir klukkan átta, en hann var 5 að stærð og var hann sá stærsti á síðustu 48 klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert