Fagna því að samræmdu prófunum hafi verið aflýst

mbl.is/Hari

Stjórn Félags grunnskólakennara fagnar þeirri ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að aflýsa hefðbundnum samræmdum prófum í ensku og stærðfræði á þessu ári. Stjórnin styður eindregið að farið verði í markvissa vinnu við að innleiða tillögur um breytt fyrirkomulag samræmdra prófa þar sem byggt verði á skýrslu starfshóps, um framtíðarsýn fyrir samræmt námsmat, sem skilað var til ráðherra á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Einnig lýsir Félag grunnskólakennara yfir ánægju sinni með ákvörðunina í ljósi þess að félagsstarf nemenda hefði orðið enn rýrara ef framkvæmd samræmdra prófa hefði verið haldið til streitu. Margir uppbrotsdagar í skólastarfi á vordögum eru skipulagðir með hliðsjón af dagsetningum samræmdra prófa. Undirbúningi og tilhlökkun nemenda til að taka þátt í margvíslegum verkefnum á þessum uppbrotsdögum, sem reyna á aðra mikilvæga þætti fyrir þroska og velferð nemenda, er gert hátt undir höfði með þessari ákvörðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert