Fönix kominn að Baldri

Fönix mun draga Baldur inn að bryggju í Stykkishólmi þegar …
Fönix mun draga Baldur inn að bryggju í Stykkishólmi þegar fer að birta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dráttarbáturinn Fönix er kominn að farþegaferjunni Baldri á Breiðafirði en beðið verður með að draga ferjuna í land þangað til birtir. 20 farþegar voru um borð í Baldri í nótt en ferjan varð vélarvana eftir að önnur túrbínan brast um miðjan dag í gær.

Áhöfnin telur átta manns og fjöldi viðbragðsaðila fylgdi ferjunni suður á bóginn, þar sem hún var dregin að Stykkishólmi. Ákveðið var að fá dráttarbátinn Fönix frá Faxaflóahöfnum til að draga Baldur inn að bryggju á Stykkishólmi. Varðskipið Þór og rannsóknarskipið Árni Friðriksson þóttu of stór til verksins.

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson dró Baldur í átt að Stykkishólmi í …
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson dró Baldur í átt að Stykkishólmi í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Vel fór um flesta í ferjunni þar sem ljósavélar voru virkar, hlýtt um borð og lambalæri og síðar heitt kakó á boðstólnum fyrir farþegana segir í frétt Morgunblaðsins í dag.

„Landhelgisgæsluna og nokkra farþega greindi þó á um hvort öllum hefði verið boðið að þiggja far með þyrlunni í land í gær en Landhelgisgæslan sagði frá því í tilkynningu. Ljóst var þó að hluti farþega var einnig með bifreiðar eða varning um borð, þannig að marklaust hefði verið að komast í land á undan þeim farangri. Baldur brást af sömu ástæðu í júní í fyrra og framkvæmdastjóri Sæferða, sem reka ferjuna, harmaði í gær að það endurtæki sig nú,“ segir í frétt Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert