Spænsk kona var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir tilraun til að smygla 255 grömmum af metamfetamíni til Íslands í desember 2020. Dómurinn taldi að efnið væri flutt inn í ágóðaskyni en að konan væri burðardýr.
Fíkniefnin flutti konan innvortis og í dömubindi í nærfatnaði á leið frá Danmörku. Maður er nefndur á nafn í dómnum og sagður hafa skipulagt flutning fíkniefnanna og greitt fyrir farmiða konunnar.
Dómurinn er tiltölulega mildur í ljósi þess að konan játaði skýlaust brot sitt og hefur ekki áður sætt refsingu hér á landi. Sömuleiðis verður ekki annað séð en að hún hafi verið svokallað burðardýr og þar með ekki tekið þátt í skipulagningu glæpsins. Þeim mun vægari er refsingin, eins og lesa má um í dómnum.