Krufði steingerving 47 milljón ára fornflugu

Steingerð. Flugan sem fannst við Messel í Þýskalandi og var …
Steingerð. Flugan sem fannst við Messel í Þýskalandi og var krufin. Ljósmynd/Senckenberg

Alþjóðlegt teymi vísindamanna frá Austurríki, Þýskalandi og Bandaríkjunum, með íslenska plöntusteingervingafræðinginn Friðgeir Grímsson í fararbroddi, er nýbúið að lýsa áður óþekktri tegund fornflugu af ættbálki tvívængja.

Friðgeir starfar við Háskólann í Vínarborg og það var á hans ábyrgð að kryfja steingerða fluguna, sem og greina og túlka magainnihald eftir síðustu máltíðir hennar. Það sem gerir fundinn sérstaklega áhugaverðan er að magainnihaldið hefur einnig varðveist, en það gefur sjaldgæfa innsýn í fæðuöflun og næringu flugna fyrir um 47 milljónum ára.

„Þetta var sannarlega skemmtilegt og skilaði miklum upplýsingum,“ segir Friðgeir í umfjöllun um mál þetta í við Morgunblaðinu í dag. „Með þessum rannsóknum komumst við að því að venjulegar litlar flugur, ekki býflugur, hafa flogið á milli blóma og náð sér í magafylli af frjókornum. Með niðurstöðunum sýnum við fram á að flugur hafa tekið þátt í að bera frjókorn á milli og frjóvga blóm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert