Með þeim stærri í hrinunni

Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti sem mældist 5 að stærð varð við Fagradalsfjall klukkan 07:43 í morgun. Hann fannst víða á suðvestanverðu landinu, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. 

Þessi frétt hefur verið uppfærð í samræmi við stærð skjálftans en í fyrri útgáfu var ekki vitað nákvæmlega hversu stór skjálftinn hafði verið, aðeins að hann hefði verið á milli 4 og 5 að stærð.  

Bjarki Kaldalóns Fri­is, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enginn órói sé mælanlegur á sama tíma og jarðskjálftavirknin sé stöðug og hafi verið í alla nótt. Allir skjálftarnir í nótt eru við Fagradalsfjall, Nátthaga. Í gær mældust um 2.600 jarðskjálftar  og daginn þar á undan, miðvikudag, voru þeir 2.900 talsins. Það sem af er degi eru jarðskjálftarnir orðnir um 900 talsins. 

Kröft­ug jarðskjálfta­hrina hófst á Reykja­nesskaga 24. fe­brú­ar með skjálfta af stærð 5,7 og 5,0. 

Frá miðnætti hafa mælst 17 skjálftar yfir 3 að stærð. Stærsti skjálftinn í nótt var 4 að stærð en hann mældist klukkan 00:58. Skjálfti sem var 3,8  að stærð mældist klukkan 6:36 í morgun. Skjálfti af stærð 3,9 mældist kl. 03:51 og kl. 05:09 mældist skjálfti af stærð 3,5. Virknin var bundin við sunnanvert Fagradalsfjall samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Stærsti skjálftinn í gær var 4,6 að stærð og mældist hann klukkan 08:53. Alls mældust 29 skjálftar yfir 3 að stærð. Virknin var mest í sunnanverðu Fagradalsfjalli en fjórir skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Eldvörpum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka