Nýgengi margfalt lægra á Íslandi

Kort Sóttvarnastofnun Evrópu

Ísland er áfram með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa í Evrópu samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Athygli vekur að samkvæmt vef stofnunarinnar kemur Spánn næst á eftir Íslandi með 14,79 smit á hverja 100 þúsund íbúa en það er í engu samræmi við kortið sem stofnunin birti í gær. Þar er Ísland eina landið sem er grænt en auk þess er hluti Noregs grænn.

Um er að ræða tölur sem birtar voru í gær og miðast þær við viku 8 og 9, 21. febrúar til 7. mars.

Sóttvarnastofnun Evrópu segir nýgengi smita á Íslandi 4,12 en samkvæmt Covid.is í gær er nýgengi innanlands 1,9 og 3,5 á landamærunum.

Nýgengið er hæst í Tékklandi eða 1.572,02 og Eistlandi, 1.397,09. Í Frakklandi er það 442,22, á Ítalíu 432,99, í Þýskalandi 137,39 og 427,62 í Póllandi. Í Portúgal er nýgengið 125,62 og Belgíu 288,23. 

Ef tölur fyrir Norðurlöndin eru skoðaðar er nýgengið áfram hæst í Svíþjóð eða 527,64. Í Finnlandi er það 151,85, Danmörku 124,29 og Noregi 119,40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert