Ráðstöfun gagnrýnd á „ógeðfelldum forsendum“

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, segir að hann hafi beðið dómsmálaráðherra um að leysa sig frá verkefni sem gekk út að vinna að tillögum um úrbætur á meðferð sakamála, í því skyni að stytta þann tíma sem þau eru til meðferðar á rannsóknar- og dómstigi. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér sem er svohljóðandi:

„Dómsmálaráðherra fól mér fyrir skömmu að vinna að tillögum um úrbætur á meðferð sakamála í því skyni að stytta þann tíma sem þau eru til meðferðar á rannsóknar- og dómstigi.

Svo sem flestum ætti að vera orðið kunnugt hefur fjöldi fólks gagnrýnt þessa ráðstöfum á frekar ógeðfelldum forsendum sem í raun koma verkefninu ekkert við.

Allt að einu tel ég að það muni spilla fyrir framgangi verkefnisins og úrbótum sem ég kann að vilja leggja til ef ég held áfram þessu starfi.

Ég hef því ákveðið að óska þess við ráðherrann að hann leysi mig frá verkefninu.

Hefur ráðherrann fallist á það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert