Rafmagnslaust á Norðurlandi

Ólafsfjörður í Fjallabyggð.
Ólafsfjörður í Fjallabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagnslaust er á stórum hluta Eyjafjarðar og á Tröllaskaga. Samkvæmt vef Rarik eru Dalvíkurbyggð, Grenivík, Fjallabyggð og Fljótin undir. 

Bilun kom upp í aðveitustöð á Dalvík og unnið er að viðgerð kerfisins. 

Uppfært: Rafmagn komst á eftir 46 mínútur. Talið er að snjór hafi fallið olíuhitanema á Dalvík og spennir þess vegna slegið út. 

Rafnmagnslaust er á hluta Eyjarfjarðar og Tröllaskaga.
Rafnmagnslaust er á hluta Eyjarfjarðar og Tröllaskaga. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert