Hnúfubak, sem hafði verið á floti fyrir utan Garð í vikunni, rak á land skammt frá Garðskagavita í gærkvöldi. Hvalurinn er nokkuð þrútinn og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar eru komnir á svæðið og er verið að taka úr honum sýni.
Hvalreki verður nokkuð reglulega á svæðinu en langreyði, sem er mun sjaldgæfari tegund, rak á land við Nesjar á Hvalsnesi í ársbyrjun 2018 svo eitthvað sé nefnt.