Tvenn ummæli Aldísar Schram um föður sinn Jón Baldvin Hannibalsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 frá 17. janúar 2019 og af Facebook voru dæmd ómerk í Héraðsdómi en átta önnur standa. Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson var sýknaður af stefnu Jóns Baldvins þegar dómur var kveðinn upp í dag.
Jón Baldvin stefndi Aldísi dóttur sinni vegna ummæla hennar í Morgunútvarpinu á Rás 2 frá 17. janúar 2019. Hann gerði ekki fjárkröfur á hendur Aldísi en krafðist þess að ummælin, níu úr Morgunútvarpinu og ein af Facebook, yrðu dæmd dauð og ómerk.
Ummælin sem voru ómerkt voru eftirfarandi:
Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn og ... og sigra hann og hans barnaníðingabandalag.
Aldís Schram ásamt lögmanni sínum, Gunnari Inga Jóhannssyni.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigmari var stefnt fyrir fern ummæli úr þættinum 17. janúar en Jón Baldvin krafði hann um 2,5 milljónir króna.
Önnur ummæli sem Jón Baldvin fór fram á að dæmd yrðu dauð og ómerk voru eftirfarandi:
Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, ummæli viðhöfð af Aldísi:
- ... hann fær mig undir fölsku yfirskini að heimsækja afa minn ... mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.
- ... já. Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að [sic] sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann er náttúrulega utanríkisráðherra ...
- Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild ...
- ... hann er þá líka að misnota lítil börn.
- ... ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum.
- Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf.
- ... það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni.
- ... nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting ...
Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi Sigmar (Aldís til vara):
- ... að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild.
- Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hún hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild.
- ... að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið.
- Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona.