Stjórnin endurkjörin án breytinga

Stjórn Icelandair endurkjörin án breytinga.
Stjórn Icelandair endurkjörin án breytinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrr í dag var stjórn Icelandair endurkjörin án nokkurra breytinga.

Úlfar Steindórsson, Svafa Grönfeldt, John F. Thomas, Nina Jonsson og Guðmundur Hafsteinsson sitja því öll enn í stjórninni.

Segir á vef Túrista að til viðbótar við stjórnarmennina fimm hafi þrír aðrir verið í framboði og niðurstaða kosninganna hafi verið í takt við tillögur tilnefndingarnefndar sem hafði lagt til að stjórnin yrði endurkjörin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert