Frá miðnætti í gær, 12. mars, hafa mælst rúmlega 2.500 jarðskjálftar með SIL, sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands.
Nú í kvöld kl. 22:39 varð skjálfti af stærð 3,9 um 3 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesinu og á höfuðborgarsvæðinu.
39 skjálftanna sem mælst hafa frá miðnætti í gær voru yfir 3,0 að stærð, sá stærsti var skjálfti 5,0 að stærð kl. 07:43 í gærmorgun. Hann varð við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu. Virknin var bundin við sunnanvert Fagradalsfjall.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.