Allir starfsmenn Landspítala komnir úr sóttkví

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Allir þeir starfsmenn og sjúklingar Landspítala, sem voru sendir í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni spítalans, eru nú lausir úr henni. Þetta staðfestir Már Kristjánsson yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar við mbl.is.

Um 50 manns voru skikkaðir í sóttkví fyrir tæpri viku eftir að starfmaður göngudeildar A3 í Foss­vogi greindist með kórónuveirusmit, en þar er starfrækt göngu­deild smit­sjúk­dóma, lungna­sjúk­dóma og of­næm­is­lækn­inga.

Á von á AstraZeneca-bólusetningu í næstu viku

Aðspurður segir Már tímabundna stöðvun á bóluefni AstraZeneca ekki hafa bein áhrif á starfsemi Landspítala. Þá finnst honum líklegt að tímabundinni stöðvun á bólusetningu með efninu verði aflétt fyrr en síðar.

„Ef ekkert óvænt kemur upp á væntum við þess að farið verði að bólusetja á ný í næstu viku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert