Apótek rænt og flugeldum skotið upp

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í morgun afskipti af einstaklingi sem skaut upp flugeldum í miðbænum. Hann gæti átt von á kæru vegna brots á reglugerð um skotelda.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þar segir einnig að rán hafi verið framið í apóteki í Hafnarfirði rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglu er ekki mögulegt að gefa frekari upplýsingar en málið er í rannsókn.

Í tvígang voru ökumenn stöðvaðir í miðbænum grunaðir um ölvun við akstur. Báðir voru þeir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. 

Á þriðja tímanum í dag varð svo umferðaróhapp á Bústaðavegi. Engan sakaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert