Bjart og fallegt veður sunnan heiða

Það eiga eflaust einhverjir eftir að grilla í kvöld enda …
Það eiga eflaust einhverjir eftir að grilla í kvöld enda veðrið ljúft á Suður- og Vesturlandi. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er norðankalda eða -strekkingi í dag en norðvestan 13-20 m/s austast á landinu fram eftir degi. Þar eru í gildi gular viðvaranir.

„Það verður dálítil snjókoma með köflum um landið norðanvert en sunnan heiða verður yfirleitt bjart og fallegt veður. Frost á bilinu 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Fremur hæg austlæg átt og stöku él á morgun en vestanlands verður þurrt og áfram nokkuð bjart veður.

Á mánudag gengur svo í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið sunnan- og vestanvert og hlýnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Á Austfjörðum er gul viðvörun í gildi til hádegis. „Norðvestanstormur 15-23 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast sunnan til. Einnig má búast við snjókomu norðan til á svæðinu.“

Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gildi til klukkan 10. „Norðvestan 15-23 m/s austan Öræfa. Búast má snörpum vindhviðum við fjöll, einkum allra austast.“

Veðurhorfur í dag og næstu daga

Norðan 8-13 m/s, en norðvestan 13-20 austast á landinu fram eftir degi. Dálítil snjókoma með köflum um landið norðanvert en bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig en frostlaust við suðurströndina.

Norðaustan og austan 3-10 og stöku él á morgun en bjart með köflum og þurrt Vestanlands.

Á sunnudag:
Norðaustan og austan 3-10 m/s og stöku él en bjart með köflum og þurrt á V-landi. Frost 0 til 7 stig en hiti 0 til 5 stig S-til.

Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt, 13-20 síðdegis og rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Lengst af hægari vindur og þurrt NA-lands. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt 5-13 og dálítil væta með köflum V-til á landinu. Slydda eða rigning um landið A-vert en léttir til þar eftir hádegi. Hiti 1 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Sunnan 10-18 og súld eða dálítil rigning en úrkomulítið N- og A-lands. Hiti 6 til 13 stig.

Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt og dálítil væta með köflum, en bjartviðri um landið A-vert. Áfram milt í veðri.

Á föstudag:
Útlit fyrir vestanátt með skúrum og síðar éljum en áfram bjart fyrir austan. Kólnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert