Bjartsýnir á lax- og silungsveiði

Veiðimaður við Steinbogahyl í Galtalæk.
Veiðimaður við Steinbogahyl í Galtalæk. mbl.is/Golli

Bjartsýni ríkir hvað varðar sölu lax- og silungsveiðileyfa í sumar, að því er veiðileyfasalar segja. Verð veiðileyfa hefur víða staðið í stað eða heldur lækkað.

Íslendingar hafa verið duglegir við að bóka veiðidaga í sumar. Meiri óvissa ríkir um erlenda stangveiðimenn. Margir þeirra komust ekki til veiða í fyrra vegna faraldursins og færðu veiðidaga sína yfir á komandi sumar.

Rosknir Bretar eru stærsti hópur erlendra stangveiðimanna sem kemur hingað til laxveiða. Góður gangur í bólusetningum gegn kórónuveirunni í Stóra-Bretlandi gefur vonir um að margir verði orðnir vel ferðafærir þegar laxveiðin byrjar. Vaxandi áhugi er á silungsveiðim að því er fram kemur í Morgunmblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert