Björn Leví, Þórhildur og Álfheiður leiða Pírata

Þórhildur Sunna og Björn Leví eru bæði núverandi þingmenn Pírata. …
Þórhildur Sunna og Björn Leví eru bæði núverandi þingmenn Pírata. Þau ætla aftur fram í næstu þingkosningum. Samsett mynd/Píratar

Prófkjör Pírata var haldið í dag og voru niðurstöður þess kunngjörðar rétt í þessu. Í Reykjavík var sameiginlegt prófkjör og mun endanleg skipting frambjóðenda milli Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Niðurstöðurnar úr norðaustur- og norðvesturkjördæmum eru væntanlegar að viku liðinni, laugardaginn 20. mars. Þar stendur rafrænt prófkjör nú yfir.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, leiðir listann í Reykjavík, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, leiðir lista Pírata í Suðvesturkjördæmi og Álfheiður Eymarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi. 

Tæplega 1.000 atkvæði voru greidd í prófkjörinu sem var rafrænt. Fólk sem hafði verið skráð í Pírata í 30 daga eða lengur gat greitt atkvæði og gerði það í gegnum kosningasíðu Pírata. Kosningin var opin í 10 daga og lauk í dag kl. 16. Niðurstöðurnar voru tilbúnar u.þ.b. 30 sekúndum síðar og listarnir birtir á kosningasíðu Pírata samstundis.

Álfheiður Eymarsdóttir leiðir lista Pírata í Suðurkjördæmi.
Álfheiður Eymarsdóttir leiðir lista Pírata í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/Píratar

Hér að neðan má sjá hvernig sætunum er raðað upp:

Reykjavík

1. Björn Leví Gunnarsson

2. Halldóra Mogensen  

3. Andrés Ingi Jónsson

4. Arndís Anna Kristíndardóttir Gunnarsdóttir

5. Halldór Auðar Svansson

6. Lenya Rún Taha Karim

7. Valgerður Árnadóttir

8. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

9. Oktavía Hrund Jónsdóttir

10. Sara Oskarsson

Suðvesturkjördæmi

1. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

2. Gísli Rafn Ólafsson

3. Eva Sjöfn Helgadóttir

4. Indriði Ingi Stefánsson

5. Gréta Ósk Óskarsdóttir

Suðurkjördæmi

1. Álfheiður Eymarsdóttir

2. Lind Völundardóttir

3. Hrafnkell Brimar Hallmundsson

4. Eyþór Máni Steinþórsson

5. Guðmundur Arnar Guðmundsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert