Ferðum fjölgað hjá Ferðafélaginu

Landmannalaugar. Mikil aðsókn er í ferðir sumarsins hjá Ferðafélaginu.
Landmannalaugar. Mikil aðsókn er í ferðir sumarsins hjá Ferðafélaginu. mbl.is/Árni Sæberg

Bókanir í ferðir Ferðafélags Íslands fyrir sumarið ganga vel. Félagið hefur þegar fjölgað ferðum um allt að 30% frá því sem lagt var upp með vegna áhugans, sem kemur einkum frá Íslendingum.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, segir í Morgunblaðinu í dag að félagsmenn séu ánægðir með að sjá þann aukna áhuga landsmanna til að ferðast um landið, sem komið hefur fram í kórónuveirufaraldrinum meðan fólk ferðast síður til útlanda. Vonandi verði áhrifin varanleg.

„Það er náttúrulega okkar markmið að hvetja landsmenn til að ferðast um Ísland og því gaman að sjá þessa fjölgun,“ segir Páll. Hann segir aðsókn í skála félagsins einnig töluverða, en félagið á um 40 skála um allt land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert