Rafmagnslaust er í hluta miðbæjar Hafnarfjarðar. Um er að ræða háspennubilun í kringum miðbæinn. Samkvæmt upplýsingum frá HS-Veitum vinnur starfsfólk nú að því að finna hvar bilunin er staðsett. Í framhaldinu verður reynt að tengja fram hjá biluninni.
Ekki er vitað hvað veldur biluninni né heldur hversu mörg hús eru án rafmagns.
Uppfært: 22:20 Rafmagn er komið á að nýju.
Rafmagnslaust er í hluta Hafnarfjarðar út frá Hverfisgötu. Við erum að leita að biluninni. Biðjumst velvirðingar.
Posted by HS Veitur hf on Laugardagur, 13. mars 2021