Höfðar mál gegn ráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Björn Þor­láks­son, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Um­hverf­is­stofn­un­ar, hef­ur ákveðið að höfða dóms­mál gegn Guðmundi Inga Guðbrands­syni um­hverf­is­ráðherra vegna ákvörðunar Sigrún­ar Ágústs­dótt­ur, for­stjóra Um­hverf­is­stofn­un­ar (UST), um að segja Birni upp starfi fyrr á ár­inu sam­fara niður­lagn­ingu starfs hans. Upp­sögn­in brjóti gegn lög­um. 

Lögmaður Björns, Jón Sig­urðsson, sendi fyr­ir hönd Björns og stétt­ar­fé­lags hans, Fræðagarðs, bréf til for­stjóra UST í fe­brú­ar þar sem þess var kraf­ist að fallið yrði frá niður­lagn­ingu á starfi Björns taf­ar­laust og hon­um boðið starfið að nýju. Að öðrum kosti væri UST kraf­in um fé­bæt­ur vegna þess tjóns sem hann óhjá­kvæmi­lega verður fyr­ir vegna starfsmissis af völd­um ólög­mætra ákv­arðana stofn­un­ar­inn­ar. 

Einu viðbrögðin voru að hafna kröf­unni

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Jón að einu viðbrögðin sem hafi borist sé að kröf­unni sé hafnað. Því sé ekki annað í boði en að fara með málið fyr­ir dóm og það verði að vera gegn um­hverf­is­ráðherra þar sem hann fari með fyr­ir­svar fyr­ir stofn­un­ina fyr­ir dómi. 

Í bréfi Jóns til for­stjóra UST kem­ur fram að ákvörðunin og málsmeðferðin í aðdrag­anda henn­ar stand­ist enga skoðun, feli í sér lög­leysu og beri jafn­framt vott um þá fyr­ir­ætl­an Um­hverf­is­stofn­un­ar frá upp­hafi að bola Birni Þor­láks­syni úr starfi. 

Björn starfaði hjá UST í ríf­lega fjög­ur ár og var val­inn úr hópi 80 um­sækj­enda á sín­um tíma en hann hafði þá starfað um ára­bil við fjöl­miðla, meðal ann­ars sem frétta­stjóri og rit­stjóri. Björn seg­ir að hann og Krist­ín Linda Árna­dótt­ir, sem var for­stjóri á þeim tíma, hafi starfað sam­an sem einn maður uns hún hætti. Bar þar aldrei skugga á seg­ir Björn. 

Sam­kvæmt gögn­um máls­ins til­kynnti nú­ver­andi for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar, Sigrún Ágúst­dótt­ir, Birni með bréfi 19. nóv­em­ber um breyt­ing­ar á starfi hans og verk­efn­um. Í bréf­inu er til­kynnt um veru­leg­ar breyt­ing­ar á starf­inu, verk­efna­skipu­lagi þess og áhersl­um tengd­um starfi upp­lýs­inga­full­trúa, sam­hliða því að ekki yrði ráðið í 1,5 stöðugildi tengd fræðslu og upp­lýs­inga­miðlun hjá stofn­un­inni. Sér­stak­lega er til­tekið í bréf­inu að breyt­ing­in komi til „vegna al­mennr­ar aðhalds­kröfu fyr­ir rekst­ur stofn­un­ar­inn­ar og auk­inn­ar áherslu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á starf­ræna þróun“.

Í til­kynn­ing­unni eru út­listaðar m.a. breyt­ing­ar varðandi sam­skipti við fjöl­miðla, aðkeypta ráðgjöf, rit­stjórn og út­gáfu árs­skýrslu. Sér­stak­lega er tekið fram að ný starfs­lýs­ing hafi verið skil­greind og að þar hafi verið „felld sam­an verk­efni tengd fræðslu- og miðlun­ar­hlut­verki stofn­un­ar­inn­ar með auk­inni áherslu á sta­f­ræna miðlun, þróun þeirra og markaðsstarf“. 

Jón tel­ur ljóst að virt­um máls­at­vik­um í heild sinni að á þess­um tíma­punkti hafi þegar verið búið að taka ákvörðun um starfs­lok Björns, hvernig svo sem þau kæmu á end­an­um til fram­kvæmda. Í bréf­inu hafi verið talað um að breyta starfi hans en í sama bréfi er þess kraf­ist að Björn fari í hæfn­ismat. Öðrum kosti verði hon­um sagt upp starfi. 

„Hæf­is­mat af þessu tagi er ekki gert nema verið sé að ráða inn í nýtt starf eða velja úr hópi starfs­manna sem þola eiga starfsmissi vegna t.d. hagræðing­araðgerða. En þarna er verið að meta Björn ein­an, meta hvort hann stand­ist í raun yfir höfuð kröf­ur um að gegna þessu starfi,“ seg­ir Jón.

Skýrsl­an ómark­tækt gagn

Birni var sagt upp hjá Umhverfisstofnun og hefur höfðað mál …
Birni var sagt upp hjá Um­hverf­is­stofn­un og hef­ur höfðað mál gegn um­hverf­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þrátt fyr­ir það er Björn í upp­hafi mats­skýrslu ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins, dags. 27. nóv­em­ber 2020, titlaður sem „um­sækj­andi“. Sú nafn­gift verði ekki túlkuð öðru­vísi en að ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið hafi metið Björn eins og um­sækj­anda um starf, og þar að auki um allt annað starf en hann gegndi, og starf sem ekki einu sinni hafði verið aug­lýst laust til um­sókn­ar, hvað þá að Björn hafi verið um­sækj­andi.

„Skýrsl­an er þegar af þeirri ástæðu einni al­gjör­lega ómark­tækt gagn og verður ekki beitt til stuðnings meintri niður­lagn­ingu á allt öðru starfi síðar. Það at­hug­ast einnig að ekki var í hæfn­ismati verið að meta Björn til sam­an­b­urðar við aðra starfs­menn sem vinna hliðsett störf inn­an Um­hverf­is­stofn­un­ar. Við þetta bæt­ist að hæfn­ismatið snýr ekki að því að meta hvort leggja beri niður það starf sem Björn gegndi. Björn gegndi starfi upp­lýs­inga­full­trúa Um­hverf­is­stofn­un­ar, en hæfn­ismatið er um „starf sér­fræðings í sta­f­rænni þróun í fræðslu og miðlun“, “ seg­ir í bréfi Jóns til for­stjóra UST.

Að sögn Jóns reyndi for­stjóri UST að losna við Björn í des­em­ber með því að bjóða hon­um starfs­loka­samn­ing 7. des­em­ber sem hann hafnaði. Þetta sýni glögg­lega að búið var að taka ákvörðun um að segja Birni upp störf­um hvað sem öðru liði enda til­boðið lagt fram löngu áður en niðurstaða hæfn­ismats lá fyr­ir. 

„Um­rætt hæfn­ismat hef­ur ekk­ert gildi og um leið er ákvörðun um meinta niður­lagn­ingu á starfi Björns ólög­mæt, af þeirri ástæðu að í boði um hæfn­ismatið, sbr. fram­an­greint bréf dags. 19. nóv­em­ber sl., er í engu vikið að því að matið sé unnið með það í huga að leggja niður starf Björns eða segja hon­um upp störf­um, hvað þá að vikið sé með nein­um hætti að því að niðurstaða hæfn­ismats geti mögu­lega leitt til þeirr­ar niður­stöðu“, seg­ir í bréfi sem Jón ritaði í fe­brú­ar til for­stjóra UST, Sigrún­ar Ágústs­dótt­ur.

„Í ljósi þessa skorts á upp­lýs­ing­um um raun­veru­leg­an til­gang hæfn­ismats í bréf­inu, gat hon­um aft­ur á móti ekki runnið til hug­ar að hæfn­ismatið og svör­un hans í því gæti leitt til þess að starf hans yrði lagt niður og hon­um sagt upp störf­um, svo sem síðar kom á dag­inn.

Að mati umbj. míns var hæfn­ismatið því vís­vit­andi fyr­ir fram búið í þann bún­ing af hálfu Um­hverf­is­stofn­un­ar, að eiga við um þegar til­kynnt­ar breyt­ing­ar, þegar að í engu var upp­lýst um raun­veru­leg­an til­gang þess, að nota það til rétt­læt­ing­ar á því að leggja niður starfið sem Björn gegndi.

Um­hverf­is­stofn­un er stjórn­vald og ber sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um að veita starfs­mann­in­um all­ar til­heyr­andi upp­lýs­ing­ar þar að lút­andi, sér­stak­lega í ljósi þess hversu veru­lega íþyngj­andi niðurstaða um starfsmissi gæti orðið fyr­ir Björn. Að upp­lýsa starfs­mann­inn ekki rétti­lega um til­gang mats­ins þver­braut lög, sbr. t.d. upp­lýs­ing­a­reglu 15. gr. stjórn­sýslu­laga nr. 37/​1993.

Rétt er að taka fram að Björn samþykkti þátt­töku í hæfn­ismat­inu með skrif­leg­um fyr­ir­vara um lög­mæti mats­ins. Sæt­ir furðu að for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar kjósi að nefna fyr­ir­var­ann ekki einu orði í þeim hluta rök­stuðnings­bréfs, hvar hún fjall­ar um til­kynn­ingu Björns um þátt­töku í hæfn­ismat­inu. Þar sem hvorki for­send­ur né laga­heim­ild stóðu til hæfn­ismats­ins hef­ur þátt­taka Björns í því ekk­ert vægi, sbr. fyr­ir­var­ann sem Björn gerði.

Í hæfn­ismat­inu lýsti Björn því yfir að hann væri und­ir miklu and­legu álagi, liði illa og að hann liti svo á að niður­stöður úr sam­tal­inu gætu ekki verið mark­tæk­ar. Á þeim tíma­punkti í hæfn­ismat­inu hefði ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu, sem ber sam­bæri­leg­ar skyld­ur og stjórn­vald að lög­um við fram­kvæmd mats af þessu tagi, borið á grund­velli meðal­hófs að stöðva hæfn­ismatið og hið minnsta fresta fram­kvæmd þess. Ekki var hirt um þetta, held­ur fram­kvæmd mats­ins fram haldið og lokið við það á um­rædd­um fundi,“ seg­ir enn frem­ur í bréf­inu sem Jón sendi til for­stjóra UST.

Aug­ljóst sé að þau hafi viljað losna við Björn

Jón seg­ir að á meðan Björn gegndi starfi upp­lýs­inga­full­trúa hafi hann verið rit­stjóri vefjar UST og eins um­sjón­ar­maður og rit­stjóri Face­book-síðu stofn­un­ar­inn­ar sem fái allt að 100 þúsund heim­sókn­ir á viku. Jafn­framt hafi hann sótt sér mennt­un á þessu sviði með því að sitja nám­skeið um notk­un á Face­book. „Þannig að reynsla hans og þekk­ing á sviði sta­f­rænn­ar þró­un­ar er ótví­ræð,“ seg­ir Jón.

Um ára­mót er ráðinn inn starfsmaður til að sjá um miðlun upp­lýs­inga sem var hluti af starfs­lýs­inu Björns. Síðan reyn­ir stofn­un­in að halda því í fram í rök­stuðnings­bréfi til Björns í fe­brú­ar að ekki hafi verið ráðið í störf sta­f­rænn­ar þró­un­ar og að starfið yrði ekki aug­lýst. Síðan er búið að aug­lýsa þetta starf allt í einu núna laust til um­sókn­ar, seg­ir Jón í sam­tali við mbl.is.

„Áformin áður en allt þetta byrj­ar eru að okk­ar mati aug­ljós­lega þau að losna við Björn úr starfi. Fyrst er farið í veg­ferð sem byrj­ar á til­kynn­ingu um breyt­ing­ar á starfi, síðan hæfn­ismat og síðan þegar það ligg­ur fyr­ir og for­stjóri hef­ur ekki náð fram starfs­lok­um með samn­ingi þá allt í einu er grípið til þess að leggja niður starfið,“ seg­ir Jón en málið er höfðað til að heimta fé­bæt­ur vegna ólög­legr­ar niður­lagn­ing­ar á starfi. 

Tjón Björn veru­legt

Björn Þorláksson.
Björn Þor­láks­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Tjón Björns vegna starfsmiss­is­ins er mjög veru­legt seg­ir í bréfi Jóns til for­stjóra UST. Björn er bú­sett­ur á Ak­ur­eyri og á því veru­lega örðugt um vik að finna þar vinnu við hæfi, þar sem starfs­svið hans er mjög sér­hæft. Ekki bæt­ir úr skák það ástand sem rík­ir á vinnu­markaði þessi miss­er­in. Fyr­ir­séð er því að ákvörðun Um­hverf­is­stofn­un­ar um starfs­lok­in hafi þau áhrif að Björn og fjöl­skylda hans neyðist til að flytja bú­ferl­um til þess að auka mögu­leika á því að finna vinnu við hæfi, sem mun leiða til veru­legs fjár­hags­legs tjóns fyr­ir hann.

„Umbj. minn [Björn Þor­láks­son] hafn­ar því að rök­semd­ir um al­menna aðhalds­kröfu fyr­ir Um­hverf­is­stofn­un geti rétt­lætt ákvörðun um meinta niður­lagn­ingu starfs upp­lýs­inga­full­trúa. Eng­in gögn hafa verið lögð fram af hálfu stofn­un­ar­inn­ar sem sýna fram á bein­ar niður­skurðar­kröf­ur í fjár­lög­um fyr­ir árið 2021, sem varpa ljósi á skert fjár­fram­lög til stofn­un­ar­inn­ar, hvað þá í þeim mæli sem haldið er fram.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um umbj. míns hef­ur Um­hverf­is­stofn­un venju­lega mætt aðhalds­kröf­um, hafi þær á annað borð raun­veru­lega verið gerðar, með því að ráða ekki í störf sem losna. Seg­ir það sig sjálft að slík úr­lausn er ein­föld þegar litið er til ár­legr­ar starfs­manna­veltu í 100 manna rík­is­stofn­un.

Þær fjár­hæðir sem tínd­ar eru til sem meint aðhaldskrafa í bréfi Um­hverf­is­stofn­un­ar eru ekki ýkja­há­ar í sam­an­b­urði við þá fjár­muni sem stofn­un­in velt­ir ár­lega. Að mati umbj. míns kem­ur spánskt fyr­ir sjón­ir, að svo lít­illi aðhalds­kröfu í fjár­hæðum litið skuli að meiri­hluta til vera ætlað að vera mætt með niður­skurði launa­kostnaðar, frem­ur en ann­ars kostnaðar, sem væri hægðarleik­ur að ná fram í þetta stórri rík­is­stofn­un.

Enn frem­ur verður að telja ein­kenni­legt að þetta litl­ir fjár­mun­ir í heild­ar sam­heng­inu skuli þurfa að leiða til meintr­ar niður­lagn­ing­ar á ein­ung­is einu starfi að þeim 100 stöðugild­um sem eru inn­an stofn­un­ar­inn­ar. Rök­semda­færsl­an hvað þetta varðar er því afar ótrú­verðug og geng­ur trauðla upp að teknu til­liti til al­mennra rekstr­ar­for­sendna að mati umbj. míns,“ seg­ir í bréf­inu sem Jón ritaði til Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir hönd Björns í fe­brú­ar. 

Þar hef­ur Jón eft­ir Birni að hann telji að ým­is­legt í rök­stuðnings­bréfi Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir ákvörðun­inni, dags. 27. janú­ar 2021, beri vott um að bréf­rit­ari, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, hafi afar tak­markaða þekk­ingu á þeim verk­efn­um sem Björn hef­ur sinnt í sínu starfi hjá stofn­un­inni.

„Senni­lega sé skýr­ingu þess að leita í því að fyrri for­stjóri hafi haft mik­il og tíð sam­skipti við Björn vegna ein­stakra verk­efna, en þeim þræði hafi nán­ast al­gjör­lega verið slitið með til­komu nú­ver­andi for­stjóra. Lík­lega skýr­ingu þess sé að leita í því að Björn hafi verið með starfs­stöð á Ak­ur­eyri, en ekki í Reykja­vík, hvar for­stjór­inn starfar.

Að mati umbj. míns er rök­stuðnings­bréfið, sem for­stjór­inn rit­ar, litað af þess­ari vanþekk­ingu á störf­um Björns og eru víða í bréf­inu færðar fram rang­færsl­ur af þess­um sök­um. Björn hef­ur í starf­inu sínu sem upp­lýs­inga­full­trúi Um­hverf­is­stofn­un­ar verið alltaf á bakvakt, reiðubú­inn að bregðast þá þegar við ef upp koma mál sem krefjast viðbragða stofn­un­ar­inn­ar op­in­ber­lega og miðlun upp­lýs­inga til fjöl­miðla. Þeirr­ar staðreynd­ar sér ekki stað í rök­stuðnings­bréfi,“ seg­ir enn frem­ur í bréf­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert